Einar Örn Benediktsson

6.júlí til 8.september | JULY 6th to SEPTEMBER 8th

Einfaldlega Einar
Jón Proppé

Þegar teikningar Einars Arnar sáust fyrst opinberlega á níunda áratugnum opnaði hann myndheim þar sem ákveðin mótíf voru endurtekin með næstum áráttukenndum hætti: Snjór þakti hvern einasta fjallstind og í flestum myndunum mátti sjá t.d. ljósastaur, teketil og hænu, hvað sem annars var viðfangsefni þeirra. Línurnar voru oftast óbrotnar og myndefninu raðað þétt svo það fyllti blaðið. Stundum minnti þetta einna helst á það sem unglingar teikna í stílabækur sínar þegar þeir nenna ekki að fylgjast með í tíma en munurinn var augljóslega sá að teikningar Einars virtust unnar af fullri einbeitingu og alvöru, enda mátti fljótlega sjá að stíllinn breyttist og þróaðist. Þegar á leið fóru fígúrur að verða meira áberandi svo teikning­arnar minntu stundum á hellaristur, stílfærðar og teygðar myndir sem gætu verið manneskjur eða eitthvað annað.

Á síðustu árum hefur Einar farið að sýna teikningar sínar svo fleiri hafa getað kynnst þessari hlið á listsköpun hans. Langflestir þekkja hann þó helst fyrir tónlist en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið 1981 sem söngvari og textahöfundur hljómsveitarinnar Purrkur Pillnikk snemma á því tímbili sem kennt er við pönkið á Íslandi. Í kjölfarið fylgdu fleiri tónlistarverkefni og hljómsveitirnar Kukl, Sykurmolarnir og síðast Ghostigital. Með þessum hljómsveitum hefur Einar komið fram víða um heim og varið heilum árum á tónleikaferðalögum. Allar hljómsveitirnar þóttu framúrstefnulegar og vissulega var þarna um mikla og merkilega tilraunastarfsemi að ræða en samt er hætt við að mörgum þyki skrýtið að sjá Einar nú stíga fram sem myndlistarmann.

Ertu kominn í myndlistina? Ég hef alltaf verið i myndlistinni. Myndlistin hefur alltaaf verið við hliðina á mér. Minn vinahópur samanstendur ekki bara af tónlistarmönnum, heldur líka rithöfundum, myndlistarmönnum eða hvað sem er. Það umhverfi sem ég er í er ekki það sem kallað er tónlistarumhverfi. Ég er ekki í tónlistarbransanum og vinir mínir eru flestir annað en tónlistarmenn.

Þessi obsessífu element í teikningunum ... ég held að sú sköpun hafi meira verið inni í tónlistinni. Það er ákveðið obsessíft element í tónlistinni sem ég var ekkert að sinna í myndlistinni. Teikningin var alltaf þarna en ég var ekki að gefa henni gaum af því ég var að sinna tónlistinni miklu meira, en ég brýst út í teikningu og þá tek ég kannski þessi obsessífu einkenni – að teikna í einni línu, til dæmis. Lag er ein lína þótt það sé dynamískt. Þegar fólk er að tala við mig um tvívídd og þrívídd þá er ég ekkert að kveikja á því að mínar teikningar séu á einum fleti og að það sé engin dynamík í þeim.

Teikningar Einars eru léttar og litríkar línuteikningar en Einar er líka farinn að vinna þær í mörgum lögum með gegnsæjum lit sem gefur þeim eins konar dýpt þótt ekki sé um hefðbundna fjarvídd að ræða. Myndflöturinn er oftast fylltur af teikningum, fígúrum og formum í ýmsum litum, sem síðan má sjá endurtaka sig í öðrum myndum svo úr verður stór en persónulegur myndheimur og persónugallerí. Fígúrurnar úr teikningunum hafa síðan getið af sér aðrar í þrívíðu formi, unnar í málmvír eða leir. Þegar komið er inn á sýningu með þessum verkum er eins og maður sé kominn á fjölmenna samkomu. Teikningarnar eru fullar af fólki og furðuverum. Vírfígúrurnar hanga neðan úr loftinu og snúast og dansa þegar gengið er fram hjá. Leirskúlptúrarnir teygja sig út í rýmið og virðist vera mikið niðri fyrir. Einar hefur meira að segja gefið skúlptúrunum nöfn sem ýtir enn undir þá tilfinningu að hér sé um einhvers konar samfélag að ræða. „Einar's army,“ kallar hann það og brosir.

Einhver sagði við mig um myndirnar á þessari sýningu: „Þetta eru bara sjálfsmyndir hjá þér.“ Það er alveg rétt, þetta eru bara sjálfsmyndir. Hvern er ég að teikna? Ég þekki mig kannski best af öllum en samt þekki ég mig nógu mikið til að vilja finna út meira.

Það má tengja verk Einars við ýmislegt annað í myndlistinni en samt er erfitt að njörva þau niður. Myndirnar viðast vera eins konar leikur og þær eru lausar við allan hátíðleika. Það má greina bergmál af ýmsu – hellaristum, myndlist Maya-indíána, teikningum súrrealista, veggjakroti frá ýmsum öldum eða bara myndunum sem við teiknum stundum annars hugar meðan við eigum í löngu símtali. Samt er eins og þessi ómur berist úr öllum áttum og slíkar tilvísanir ná ekki langt að því að skýra verkin. Aðferðin er kannski blanda af ýmsu en virðist um leið fyrst og fremst sjálfsprottin.

Maður er að fara af stað með eitthvað óákveðið. Þegar ég teikna er ég ekki að hugsa um neitt. Ég er bara að reyna að tengja við það sem fyrir liggur, kannski blað og penni, og þá er að fókusera á pennann eða blekið á blaðinu og sjá hvaða saga kemur út. Yfirleitt þegar ég er búinn horfi ég á það sem er fyrir framan mig og segi: „Já! Góðan daginn.“ Þetta er ómeðvitað hjá mér, að byrja að teikna og sjá hvort það er eitthvað þarna sem ég tengi við, eitthvað sem kætir mig, og þá getur það hugsanlega kætt einhverja aðra. Ég fæ oft þau viðbrögð að fólk tengi við þetta og þá er eitthvað þarna sem ég veit ekkert endilega hvað er og þarf ekki að vita hvað er. Þetta er gjörningur eða performans sem skilur eitthvað eftir og teikningin er þá að miðla einhverju áfram sem við könnumst við eða könnumst ekki við ... ég veit það ekki.

Lýsing Einars á aðferðinni minnir mjög á það sem súrrealistar á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar kölluðu „ósjálfráða“ teikningu. Hugmynd þeirra var að með því að teikna eitthvað án þess að hugsa um hvað maður væri að gera væri hægt að opna fyrir myndir og merkingu úr undirmeðvitundinni. Þetta var ein af aðferðum þeirra til að brjótast úr viðjum vanabundinnar hugsunar og finna nýtt frelsi í listinni. Einar sjálfur segist þó ekki hafa velt þessum tengingum mikið fyrir sér.

Ég lendi alltaf í miklu basli með að reyna að hólfa mig niður eða setja mig á einhvern ákveðinn stað því ég segi alltaf að pönk sé mitt upphaf. Þá getur maður farið í pönkið og sagt að það komi upp úr atvinnuleysi og vonleysi áttunda áratugarins á Bretlandi en svo segja sumir að það hafi verið framleitt af Malcolm McLaren og Jamie Reid sem tóku þetta frá situationistunum og situationisminn kom úr lettrismanum og lettrisminn kom úr dadaismanum. Það má segja að þetta sé mín plassering, á þessu rófi. Það eru mínar rætur. Seinna sagði fólk að ég minnti það á Keith Haring og ég vissi ekkert hver Keith Haring var en komst að því að hann var að starfa í New York upp úr 1980 svo ég tengdi það við tónlistina sem var að gerast þá. Þetta eru tengingar sem eru ómeðvitaðar en eru í gangi. Svo er sagt að þetta sé prímitífismi, svona shamanískt eða eins og hellaristur, og ég finn mig líka svolítið þar.

Skýringa er líklega frekar að leita í því listaumhverfi sem Einar átti þátt í að móta þegar hann hóf tónlistarferil sinn. Við upphaf níunda áratugarins varð til mjög fjölbreyttur vettvangur þar sem ýmsum listgreinum var gjarnan blandað saman í einni allsherjar leit að nýjum tjáningarmáta. Það var mikill samgangur milli tónlistarmanna, skálda, myndlistarmanna og sviðslistafólks. Allir vildu hafna þeim reglum og takmörkunum sem þeirra sviði höfðu verið settar.

Á Íslandi gerðist þetta með kynslóð Einars á árunum uppúr 1981. Margar hljómsveitir sóttu innblástur í pönkið þótt íslenska pönkið yrði samt allt öðru vísi en pönkið á Bretlandi. En sumar hljómsveitir unnu líka með áhrif annars staðar frá og meðlimirnir komu úr ýmsum áttum, sumir voru skáld og sumir myndlistarmenn. Árið 1983 fóru ungir myndlistarnemar að tileinka sér eins konar pönk-málverk – nýja málverkið – og settu upp stóra sýningu í JL-húsinu sem þá stóð ónotað. Þar var myndlist sýnd en líka haldnir tónleikar og fluttir alls konar gjörningar. Sýningin hét „Gullströndin andar“ og var listasmiðja eða samstarfsvettvangur ungra uppreisnarmanna úr öllum listgreinum. Sama ár stofnuðu Einar og félagar hans hljómsveitina Kukl sem var eins konar „súpergrúppa“ með meðlimi úr sumum helstu pönkhljómsveitunum. Tónlist Kuklsins var ólík nokkru sem fólk hafði áður heyrt.

Með Kuklinu spratt upp þessi tilraunavettvangur sem var mjög frjór og skemmtilegur. Þar komu inn alls konar listir og líka litteratúr. Það verður stærri suðupottur sem var líka ávísun á það sem gerðist með stofnun Smekkleysu SM og Sykurmolanna. Það var ákveðinn samruni á pönki og svo súrrealisma og þá kemur út þessi anarkó-súrrealismi eða pönk-súrrealismi þar sem verið var að samtvinna listgreinar.

Ég var í London að læra 1983–1987 og þá var ég bara eins og túristi á Íslandi. Í London var ég í hóp með fólkinu í Flux of Pink Indians og Crass en ég var ekki í neinni hljómsveit sjálfur. Í London byrja ég að teikna svolítið mikið fyrir sjálfan mig og sé þar að þetta á alveg vel við mig. Ég fór til Crass og fékk aðgang að stúdíóinu þar og var að búa til tónlist einn. Svo fór ég heim og var að teikna þar og búa til akrylmyndir. Ég sá þær um daginn og þær eru ógeðslega dökkar og dimmar, algert vonleysi í þeim.

Thatcher-árin á Bretlandi voru mörgum erfið og það endurspeglaðist í tónlistinni og í verkum margra annarra listamanna. Í samanburði voru sköpunarverk íslensku pönkaranna glaðleg og leikandi. Kuklið lék sér með flókna ryþma sem varla höfðu heyrst áður í rokktónlist og í söngnum var það samspilið milli ágengrar raddar Einars og svífandi tóna Bjarkar sem gaf tónlist þeirra sinn sérstaka blæ. Pólitíkin lá ekki eins þungt á íslensku hljómsveitunum þótt vissulega mætti heyra ádeilu víða. Í staðinn kom spilagleðin og tilraunastarfsemin. Á Íslandi var lítil von til að tónlist af þessu tagi gæfi af sér pening og þess vegna gerðu listamennirnir það sem þeim sýndist án þess að þurfa að eltast við almannasmekk eða markaðinn.

Árið 1986 tók Einar þátt í því að stofna fyrirtækið Smekkleysu SM ásamt hópi annarra tónlistarmanna og skálda. Smekkleysa SM stóð fyrir kvölddagskrám þar sem hljómsveitir spiluðu og skáld lásu upp. Þarna var kominn formlegur vettvangur fyrir það fjölbreytta samstarf sem hafði orðið til meðal yngri listamannanna. Fyrirtækið gaf út tónlist af ýmsu tagi – ekki síst eftir yngri hjómsveitir – en gaf líka út ljóðabækur, kaldhæðin póstkort, o.fl. Allt virtist mögulegt og starfsemin endurspeglaði það sem Einar hafði sungið í einum af fyrstu textum sínum með Purrki Pillnikk: „Málið er ekki hvað maður getur, heldur hvað maður gerir.“ Við stofnun hópsins var lesin upp stefnuskrá og þar segir í fyrsta lið: „Þar eð „góður smekki“ og „sparnaður“ eru höfuðóvinir sköpun­ar og vellíðunar, mun Smekkleysa sa/sf vinna markvisst gegn öllu sem flokkast undir góðan smekk og sparnað.“

Eftir að Sykurmolarnir hættu 1992 fóru meðlimir hljómsveitarinnar í ýmsar áttir. Bragi Ólafsson sneri sér alfarið að skáldskapnum. Björk hóf sinn sólóferil. Sigtryggur Baldursson og Þór Eldon héldu áfram í tónlistinni. Margrét Örnólfsdóttir hélt áfram að semja tónlist og hefur líka skrifað handrit að kvikmyndum og sjónvarpsþátt­um. Einar starfaði áfram að Smekkleysu SM og setti af stað ýmis verkefni – stofnaði m.a. fyrsta netkaffihúsið á Íslandi – og hélt áfram að búa til tónlist, m.a. með Hilmari Erni Hilmarssyni, Sigtryggi Baldurssyni og Damon Albarn. Árið 2001 stofnaði hann svo Ghostigital með fjöllistamannin­um Curver. Og hann hélt áfram að teikna.

Einar sér sjálfur ekki mikinn mun á öllum þessum verkefnum; hann virðist líta á þetta allt sem skapandi vinnu og tjáningu. Þar leikur hið sjónræna stórt hlutverk:

Það umhverfi sem ég hrærist í, það er hið sjónræna. Ég man að einhverju sinni þegar við vorum að taka upp, ég og Curver, þá bað ég hann um að koma með aðeins meira fjólublátt reverb. Ég tala um litina kringum hljóðin. Hið myndræna hefur alltaf haft mikil áhrif á mig. Það var málverk sem ég sá þegar ég var ungur og ég vorkenndi alltaf konunni sem lá þarna efst á fjallinu því hún var hvítklædd og mér sýndist hún vera næstum dáin. Svo var ég kominn á nokkurn aldur þegar ég sá myndina aftur og þá var þetta ekki kona, þetta var snjóskafl á þessari landslagsmynd eftir Svein Þórarinsson.

Hin meginstoðin í sköpun Einars virðist vera að segja sögur. Strax með Purrki Pillnikk var þetta áberandi í textum hans, t.d. sögunni af manni sem er í öngum sínum af því það er að koma helgi og hann var að fá föstudagsútborgunina en kemst svo ekki í vinnu fyrr en á mánudaginn aftur. („Gleði“)

Ég er sögumaður. Ég er að segja sögur. Þannig hefur það verið gegnum þessa sköpun sem ég hef verið í, í þessum hljómsveitum að textarnir eru alltaf sögur. Þetta er bara sögustund með Einari. Þegar ég teikna er ég líka að segja sögur og nota línuteikninguna til að koma sögunni frá mér – sögu sem ég veit ekki hver er í upphafi en það kemur yfirleitt titill með teikningunni sem er þá annaðhvort upphaf eða endir á sögunni.

Ég hef teiknað portrett en þá bið ég fólkið um að segja bestu söguna sem það veit um sig og þá teikna ég söguna frekar en viðkomandi. Þá er það að segja mér sögu og svo teikna ég söguna sem portrett. Það er eitthvað sem ég tengi við líka, ef ég heyri góða sögu, að geta teiknað hana.

Myndlist Einars opnar þannig glugga inn í alla þessa fjölþættu sköpun hans. Þar virðist það skipta minna máli hvaða miðill verður fyrir valinu – ­myndlist, tónlist eða samfélagsleg verkefni á borð við Smekkleysu – svo framarlega sem honum tekst að koma því frá sér sem liggur á honum.

Ég er ekki að lýsa ástandi mála. Ég hef engan áhuga á því að teikna sannleikann því ég veit ekkert hver hann er en ég get reynt að miðla einhverju sem ég skynja eða sem er þarna og sett það fram. Kannski verður það sannleikurinn?

 

 

 

Simply Einar
Jón Proppé

When Einar Örn's drawings were first seen in public in the 1980s they revealed a rich pictorial world where certain motifs recurred with almost obsessive regularity: Every mountain was capped with snow and most of the pictures included a lamppost, a teapot, a chicken – whatever their subject might be. The lines were mostly unbroken, traced in a single, continuous movement, and the figures were tightly packed to cover the whole page. They might remind one of the pictures students draw in their notebooks when bored in class, but the difference was obviously that Einar's drawings were deliberate and serious. This was borne out when his style developed to include more people and other beings, somewhat reminiscent of cave art – stylised to the point where one could no longer be sure of their origin.

In recent years, Einar has begun to exhibit his drawings and more people are becoming familiar with this side of his creative work. Most will, however, know him for his music, starting in 1981 as the singer and lyricist of the Reykjavík band Purrkur Pillnikk. This was at the start of the punk era in Icelandic popular music. More musical projects followed, including the bands Kukl, the Sugarcubes and, most recently, Ghostigital. Performing with these bands, Einar has travelled the world and spent years touring. All his bands were progressive and there was a great deal of experimentation and mixing of styles, yet many will be surprised to see him now stepping forward as a visual artist.

Have I turned to art? I have always been in art. Art has always been around me. My friends include not only musicians but also writers, artists and whatever. I'm not in the music business and most of my friends do something else.

These obsessive elements in the drawings – they are more a part of musical creation. There is an obsessive element in music but I was not so much concerned with that in art. Drawing was just always there and I didn't pay it too much attention because I was engaged with music. Drawing was my escape and maybe I carried the obsessive characteristics over – using unbroken lines, for example. A song is an unbroken line but it is also dynamic. People speak to me of two or three dimensional art but I can't see that my drawings are flat or that they lack dynamism.

Einar's pictures are light and colourful line drawings but he has also started to draw them in many layers, using transparent inks, which gives them more depth without the use of traditional perspective. The page is most often filled with figures and shapes which can then be seen repeated in other pictures, creating a vast pictorial world and an entire gallery of characters. The figures in the drawings have spawned three dimensional offspring, worked in bent wire or clay. Entering an exhibition of his art is like coming into a crowded room. The pictures team with people and strange beings. His bent-wire figures hang from the ceiling and turn and dance when people pass by. His clay figures reach out urgently into space. Einar even gives them names, adding to the sense that they form some kind of community. “Einar's army,” he calls them and smiles.

Someone said to me of the works in this exhibition: “These are all self portraits.” That's perfectly right; they are all self portraits. Whom should I draw? I know myself best of all but I know myself well enough to want to find out more.

Einar's work can be seen in context with lots of things in art and art history and yet it is difficult to pin these connections down. His pictures are playful and unpretentious. There are echoes of cave art, Maya sculpture, Surrealist drawings, graffiti from different periods and the sort on doodles we make absentmindedly when talking on the phone. But these echoes come from all directions at once and do not bring us any closer to interpreting Einar's work. His method is a mixture of different approaches but above all it seems to be all his own.

You start off with something indefinite. When I draw I am not thinking of anything. I just try to connect with the things at hand. If I have a pen and paper I will concentrate on the pen or the ink on the paper and see what stories emerge. Usually, when I've finished, I look at what is in front of me and say: “Well. Look who's here!” It is not a conscious process. I just start to draw and see if there is something there I can connect with, something that makes me happy – maybe, then, it will make someone else happy, too. People often tell me they can connect to my drawings but it is something that I don't necessarily know what is – and I don't have to know. It is a performance that leaves something behind and the purpose of the drawing is to convey something that we may recognise or not – I don't know.

Einar's description of his method is similar to what the Surrealists were doing in the 1920s and 1930s with their ideas about “automatic” drawing. Their approach was to draw without thinking about what they were doing and so to allow images and meaning to emerge from the unconscious. This was part of their effort to break the bonds of habitual thinking and find new freedom in art. Einar says he has not thought much about these connections.

I always have a lot of trouble trying to pigeonhole myself. I always say that I started out in punk. We can then look at punk and say that it grew out of the unemployment and despair of Britain in the 1970s. But some say that it was created by Malcolm McLaren and Jamie Reid who adapted it from Situationism, Situationism grew out of Lettrism and Lettrism was based on Dada. You could say that this is where I belong – somewhere on that spectrum. Later, people told me I reminded them of Keith Haring but I didn't know who he was. I found out that he was working in New York in the early 1980s so I connected him up to the music that was being made there at the time. These are unconscious connections. People also tell me my work is primitive, even shamanistic, and I feel good about that, too.

Explanations are more likely to be found in the art scene that Einar took part in shaping when he began his music career in the early 1980s. In the West, this time saw a remarkable flowering in avant-garde art and music, with artists mixing genres and media in search for a new expression. People from different fields came together to experiment: Musicians, poets and writers, visual artists and performance people. Everyone was eager to reject the rules and limitations that had been imposed on them.

In Iceland this happened with Einar's generation, starting in 1981. Many young bands were inspired by punk music though the Icelandic punks came to sound quite different from punks in Britain. Some bands also brought in influences from other sources and the band members came from different backgrounds, some were poets or artists.

In 1983, many young artists embraced neo-expressionist painting – known in Iceland simply as “New Painting”. They set up a large and anarchic exhibition in an unused building in Reykjavík that also became a venue for concerts and all kinds of performances. It was a sort of interdisciplinary workshop for young rebels in every field of art. That same year, Einar and his friends formed the band Kukl, a “supergroup” that drew its members from several other bands. The music that emerged was unlike anything anyone had heard before.

Kukl gave us space to experiment and it was very creative and a lot of fun. It became a large melting pot and set the tone for what happened with the founding of Bad Taste SM. and the Sugarcubes. It was a blending of punk and Surrealism, a kind of Anarcho-Surrealism or Punk-Surrealism which had a lot to do with mixing different kinds of art.

I was studying in London between 1983 and 1987 so I was like a tourist in Iceland in that period. In London I mixed with a group of people that included the members of Flux of Pink Indians and Crass, but I wasn't in a band myself. It was there that I started to draw more, mostly for myself, and I saw that it suited me. I would go to Crass and use their studio to make some music alone. Then I would go home and draw and paint with acrylics. I saw these pictures again the other day and they are very dark – total despondency.

The Thatcher years were difficult for many in Britain and this was reflected in the music of the time, as well as in the work of many other artists. By comparison, the creations of the Icelandic punks were almost joyful. Kukl played around with complex rhythms that had rarely been heard in popular music before and the singing was shared between Einar's insistent voice and Björks soaring musical flights, giving their songs their unique character. Politics did not play a very big role for the Icelandic bands though the lyrics were often critical of society. Instead they found joy in their performance and experimentation. There was little hope of making a living from music in Iceland so artists just did whatever they felt like with little thought of public opinion or the market.

In 1986 Einar took part in founding Bad Taste SM with a number of other musicians, poets and writers. Bad Taste SM held cabaret-like concerts where young bands played and poets read their work. They created a formal focus for the sort of experimentation that these young artists had developed. The company released music – mostly by young bands – but also books of poetry and prose, ironic postcards, etc. Everything seemed possible and company reflected the sentiments that Einar had expressed in one of his first lyrics for Purrkur Pillnikk: “It's not what you can do but what you do.” When the group was founded they read out their manifesto where the first paragraph states: “As ‘good taste' and ‘financial restraint' are the main enemies of creativity and well-being, Bad Taste will work concertedly against anything that can be categorized as good taste or financial restraint.”

When the Sugarcubes broke up in 1992 the band members pursued their own projects. Bragi Ólafsson turned to writing full-time. Björk started her solo career. Sigtryggur Baldursson and Þór Eldon continued in music. Margrét Örnólfsdóttir continued to compose music but has also written scripts for films and television series. Einar worked with Bad Taste SM and started various other projects – including Iceland's first internet café – and continued to make music with, e.g., Hilmar Örn Hilmarsson, Sigtryggur Baldursson and Damon Albarn. In 2001 he founded the group Ghostigital with Curver, who also makes both music and art. All the time, Einar kept on drawing.

He does not seem to see much difference between these projects; to him these are all just different instances of creative work and expression. But the visual plays an important role:

I mostly move in a visual environment. I remember one time when Curver and I were recording and I asked him to make the reverb more violet. I talk of the colours of the music. The visual environment has always influenced me a great deal. When I was young there was a painting at home and I always pitied the lady in the painting. She lay on top of a mountain, dressed in white, and seemed to be almost dead. When I had grown up I saw that painting again and realised that there was no lady, just a snow-capped mountain.

The other main pillar of Einar's creative work seems to be storytelling. This was evident already in his early lyrics with Purrkur Pillnikk, for example in the story of the man who has received his Friday pay but is in despair because he is not allowed back at work until Monday.

I'm a storyteller. I'm telling stories. All through this creative process, with all the bands, the lyrics are always stories. When I draw, I'm telling stories and I use the line to express my story. I don't know in the beginning what the story will be but usually a title comes to me and then that will be the start of the story, or the end.

I have drawn portraits but when I do, I ask people for the best anecdote about themselves and then I draw the anecdote rather than the face. They tell me a story and I draw the story as a portrait. This is something I can connect with: Hearing a story and being able to draw it.

Einar's art opens a window onto all this creative activity. It seems not to matter too much what medium he chooses – music, art or community projects like Bad Taste SM – so long as he can get his ideas out there.

I am not describing the state of the world. I have no interest in drawing the truth because I don't know what the truth is. But I can try to mediate something I have sensed or can see is there. Maybe that will become the truth?

 

Sýningarstjórn | Curated by: 

Ari Alexander Ergis Magnússon & Jón Proppé